Bíladrangur í Vík í Mýrdal bauð lægst í útlögn fimm stórra ræsa í Dýralæki á Mýrdalssandi, sem leggja á nú í haust.
Um er að ræða útlögn ræsanna, steypuvinnu, frágang og vegklæðningu.
Fimm verktakar buðu í verkið og hljóðaði tilboð Bíladrangs upp á rúmar 13,8 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við verkið er 16,6 milljónir.
Boð Þjótanda á Hellu og Mjölnis á Selfossi voru einnig undir kostnaðaráætlun, en hæsta boðið kom frá Jarðlist í Reykjavík, tæpar 19 milljónir króna.
Áætluð verklok eru fyrir 1. október næstkomandi.