Bíladrangur ehf. í Vík bauð lægst í færslu Svaðbælisár á um 700 m löngum kafla, ásamt gerð tveggja samhliða varnargarða og færslu Leirnavegar.
Níu tilboð bárust í verkið og hljóðaði tilboð Bíladrangs upp í rúmar 15 milljónir króna sem er 74,2% af kostnaðaráætlun. Áætlaður verktakakostnaður var 20,3 milljónir króna.
Sjö tilboðanna voru undir kostnaðaráætlun en næst lægsta tilboðið átti Suðurverk, rúmar 15,6 milljónir króna og Gröfutækni á Flúðum bauð tæpar 16 milljónir króna. Hæsta tilboðið átti Suðurtak á Selfossi, tæpar 35,2 milljónir króna sem er 173,3% af kostnaðaráætlun.
Verkinu við færslu árinnar skal að fullu lokið þann 15. maí nk.