Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri kölluð út í morgun til að aðstoða ökumenn sem höfðu fest bíla sína.
Annarsvegar er um að ræða veiðimenn sem fest höfðu bíl sinn við Vatnamót neðst á Skeiðararársandi og hinsvegar ferðamenn sem fest höfðu bíl sinn við Efri-Vík á leið að Lakagígum.
Tveir björgunarhópar voru sendir til aðstoðar og tókst að liðsinna ökumönnum fljótt og vel.