Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi fyrr í dag. Einn ökumaður missti stjórn á bíl sínum og rann út í vegrið á Kömbunum.
Að sögn lögreglu er bíllinn óökufær en engin slys urðu þó á fólki.
Við Rauðalæk fór bíll út af og lenti á hlið ofan í skurði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi urðu engin slys urðu á fólki en fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum.
Talið að orsök veltunnar megi rekja til hraðaksturs. Þá telur lögregla það mikla mildi að ekki fór verr „þar sem bílbeltanotkun virðist ekki hafa verið í hávegum höfð,“ eins og lögreglan orðaði það í samtali við mbl.is.