Slökkviliðið í Hveragerði var kallað út kl. 5:20 í nótt þar sem eldur hafði komið upp í bíl sem stóð við verkstæði við Austurmörk í Hveragerði.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi eru eldsupptök ókunn en málið er í rannsókn.
Bíllinn, sem var nýlegur jeppi af gerðinni Range Rover, er gjörónýtur.
Ekki var um langa leið að fara fyrir slökkviliðið sem er í næsta húsi við verkstæðið.