Lögreglan á Suðurlandi kærði 36 ökumenn fyrir að aka of hratt í liðinni viku.
Einn ökumaður á Höfn var stöðvaður grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis í vikunni og þrír ökumenn annarsstaðar á Suðurlandi eru grunaðir um að hafa ekið bifreið um sínum undir áhrifum fíkniefna.
Nokkur slys voru tilkynnt til lögreglunnar í síðustu viku, meðal annars varð árekstur rafmagnsvespu og bifreiðar við Bleikjulæk á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Ökumaður vespunnar var fluttur á sjúkrahús á Selfossi til aðhlynningar en meiðsl eru ekki talin alvarleg.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.