Gríðarlega þung umferð er nú austur Suðurlandsveg og silast endalaus bílaröð hægt niður Kambana.
Í Kömbum og milli Hveragerðis og Selfoss er bíll við bíl og að sögn lögreglu hefur umferðin gengið að mestu áfallalaust.
Þó varð þriggja bíla árekstur síðdegis í Kömbunum þar sem jeppi og tveir fólksbílar rákust saman. Ekki urðu slys á fólki.