Björgunarsveitir frá Hellu og Flúðum hafa verið kallaðar út eftir bílslys við Jökulheima. Tildrög slyssins voru þau að bíl var ekið fram af hengju og við það slasaðist farþegi í framsæti.
Björgunarsveitir flytja með sér sjúkraflutningamenn. Talið er að það taki um þrjá tíma fyrir bjargir að komast á slysstað.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki tiltæk eins og er.