Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt. Bíll valt í Kömbunum um kl 6:30 í morgun og var ökumaðurinn fluttur til skoðunar á HSu á Selfossi.
Ökumaðurinn kvartaði yfir eymslum í baki.
Hitt óhappið átti sér stað á Eyrarbakkavegi í nótt, en þar fór bíll útaf veginum og hafnaði á skilti. Ökumaður var einn á ferð og meiddist hann ekki en bíllinn er töluvert skemmdur.
Hálka er á Hellisheiði, í Þrengslum og í uppsveitum. Víða annarsstaðar á Suðurlandi hálka eða hálkublettir.