Bílvelta í Svínahrauni

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði voru kallaðir út rétt fyrir klukkan eitt í gærdag vegna bílveltu í Svínahrauni.

Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabifreið frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á sjúkrahús til nánari skoðunar.

Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná ökumanninum úr bifreiðinni en slökkviliðsmenn sáu til þess að ekki yrði umhverfisskaði vegna olíumengunar frá bílflakinu.

Fyrri greinLeikjadagur á bókasafninu
Næsta greinKeppendur HSK unnu tíu titla af tólf sem í boði voru