Enginn slasaðist alvarlega í tveimur umferðaróhöppum á Hellisheiði síðdegis í dag. Jepplingur valt fyrir ofan Hveradali og tveir bílar lentu saman í bílaröðinni sem fylgdi í kjölfarið.
Ökumaður bifreiðarinnar sem valt hringdi sjálfur í Neyðarlínuna kl. 16:11 og tilkynnti um óhappið.
Töluvert hægði á umferðinni vegna veltunnar og leiddi það til aftanákeyrslu þar sem jeppa var ekið aftan á smábíl sem stórskemmdist.
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir þessi óhöpp, en að sögn lögreglu slasaðist enginn alvarlega.
Allir bílarnir voru óökufærir eftir þetta.