Ung kona slapp án teljandi meiðsla þegar bifreið hennar endastakkst útaf Suðurlandsvegi á Kambabrún um kl. 17 í dag.
Tildrög slyssins eru ekki kunn á þessari stundu en bifreiðin var á töluverðri ferð því hún endastakkst rúmlega hundrað metra meðfram veginum og er stórskemmd.
Konan steig sjálf út úr bifreiðinni en hlaut höfuðmeiðsl og var flutt til skoðunar á slysadeild í Reykjavík.
Á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi varð hörð aftanákeyrsla við slysstaðinn. Ökumaður fremri bílsins hægði á sér þegar hann sá forgangsljós lögreglu en ökumaður bíls sem kom á eftir uggði ekki að sér og ók aftan á fremri bílinn.