Bílvelta varð á mótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar í hádeginu í dag. Fjórir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir án alvarlegra áverka.
Fólkið var fært undir læknishendur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Glerhálka var á vettvangi en bifreiðin hafnaði á hvolfi utan vegar og er mikið skemmd.
Mikil hálka er á vegum á Suðurlandi og einnig innanbæjar í þéttbýlinu.