Bílvelta við Svínavatn

Bifreið valt á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar við Svínavatn á tólfta tímanum í dag, mánudag. Ökumaður var einn í bifreiðinni og komst út úr henni af sjálfsdáðum.

Lögregla og sjúkralið fór á staðinn en talið er að ökumaðurinn hafi komist frá óhappinu án meiðsla.

Ekið var á ljósastaur í hringtorgi á mótum Þorlákshafnarvegar og Suðurstrandavegar síðastliðið föstudagskvöld. Þegar lögregla kom á vettvang var ökumaður ekki þar en var kominn í hús í Þorlákshöfn.

Maðurinn reyndist ölvaður og var handtekinn og yfirheyrður þegar runnið var af honum. Hann kannaðist ekki við aksturinn og bar við minnisleysi.

Fyrri greinTrölli mætir í Bókasafnið
Næsta greinGrænum Subaru stolið