Bílvelta varð við Ljósafossvirkjun í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn var einn á ferð og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Viðbragðsaðilar frá Selfossi voru kallaðir á vettvang, eftir að útkallið barst kl. 13:45; lögregla, sjúkrabíll og tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu en slökkviliðsmenn hreinsuðu vettvanginn þar sem efni höfðu lekið frá bílnum.