Birgir Þórarinsson, alþingismaður, í Vogum á Vatnsleysuströnd er í oddvitasæti lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem lagður verður fram til samþykktar á félagafundi næstkomandi miðvikudagskvöld.
Birgir og Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður, sóttust báðir eftir að leiða listann en Karl Gauti er ekki á meðal efstu frambjóðenda. Þar er ekki heldur Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, sem sóttist eftir 2. sætinu.
Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi, á Stíflu í Vestur-Landeyjum sóttist einnig eftir 2. sætinu en hún skipar 3. sæti á listanum. Annað sætið skipar Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur í Hveragerði.
Félagafundurinn verður haldinn í húsnæði Miðflokksins í Hamraborg í Kópavogi kl. 20 og verður einnig streymt á Zoom.
Fimm efstu sætin á listanum eru svohljóðandi:
1. Birgir Þórarinsson, Vogar Vatnsleysuströnd
2. Erna Bjarnadóttir, Hveragerði
3. Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra
4. Guðni Hjörleifsson, Vestmannaeyjum
5. Ásdís Bjarnadóttir, Flúðir Hrunamannahreppi