Birkikemba veldur usla á birkitrjám

„Það er lítið hægt að gera í stöðunni, það er hægt að reyna að úða sparitrén í garðinum en við förum aldrei að úða eitri yfir heilu skógana, það gengur aldrei upp.

Garðeigendur verða bara að bíða og sjá til hvað gerist með trén, hvort þau jafni sig eða hvort það þurfi jafnvel að skipta þeim út fyrir aðra tegund,“ segir Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur vegna birkikembu, sem er nú komin í birkitré mjög víða á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Birkikemba er fiðrildategund og er það lirfan, sem veldur skaðanum. Kvendýrin verpa í brum trjánna og eftir klak smjúga lirfurnar inn í laufblöð trjánna. Innan í blöðunum nærast þær á blaðholdi með þeim afleiðingum að holrými myndast innan í blöðunum og yfirborðið verður brúnt.

Þegar lirfurnar eru orðnar fullvaxta skríða þær niður í jörðu og eru þar á púpustigi fram til næsta vors.

Fyrri greinNýtt 200 kúa fjós í Gunnbjarnarholti
Næsta grein„Glannaskapur og ósmekklegt“