Biskup Íslands á ferð um Suðurland

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir. Ljósmynd/Aðsend

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, ásamt Evu Björk Valdimarsdóttur biskupsritara, verða með skrifstofur á Suðurlandi í dag og um helgina.

Þetta er í annað sinn síðan Guðrún tók við sem biskup Íslands sem hún flytur skrifstofu sína út fyrir höfuðborgarsvæðið en í október s.l. var skrifstofa biskups á Austurlandi.

Biskup er með opna viðtalstíma í safnaðarheimilinu á Hellu í dag milli 10:00 og 15:00, og er hægt að bóka viðtal á biskup@kirkjan.is.

Á morgun laugardag er opinn súpufundur í Héraðsskólanum á Laugarvatni, og eru öll áhugasöm velkomin þangað á milli 12:00 og 14:00.

Á sunnudaginn munu biskup og biskupsritari síðan taka þátt í guðsþjónustu í Hrunakirkju í Hrunamannahreppi, þar sem sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur í embætti prófasts Suðurprófastdæmis.

Fyrri greinOpinn fundur á Höfn um stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi
Næsta greinTvöföld ástæða til þess að gleðjast