Biskupinn heimsækir Skálholtsprestakall

Skálholtsdómkirkja. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, vísiterar Skálholtsprestakall um helgina. Helgistund verður í öllum kirkjum prestakallsins og eru íbúar sóknanna hvattir til að koma og vera með.

Biskup heimsótti kirkjurnar í Haukadal, Úthlíð, Bræðratungu og Miðdal í dag. Á morgun laugardag heimsækir biskupinn Mosfellskirkju kl. 9:00, Stóru-Borgarkirkju kl. 10:30, Búrfellskirkju kl. 13:00, Úlfljótsvatnskirkju kl. 14:30 og Þingvallakirkju kl. 16:30.

Á sunnudag verður messað í Skálholtsdómkirkju kl. 11:00 þar sem Biskup Íslands mun prédika og einnig verður messað í Sólheimakirkju kl. 14:00. Vísitasíu biskups lýkur í Torfastaðakirkju kl. 16:30 á sunnudag.

Fyrri greinGóður haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK
Næsta greinÞórsarar einir á botninum