Uppfært kl. 12:56: Vegna veðurs hefur verið ákveðið að hætta við framkvæmdir á Biskupstungnabraut á morgun 2. nóvember.
——
Þriðjudaginn 2. nóvember er stefnt á að malbika Biskupstungnabraut á 2,1 km kafla frá Kolgrafarhól að Kerinu í Grímsnesi.
Veginum verður alveg lokað á milli Þingvallavegar og Kersins og hjáleið verður um Búrfellsveg. Umferð frá Vaðnesvegi verður hleypt niður Biskupstungnabrautina í byrjun verks en síðan verður lokað þar.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 7:00 á þriðjudagsmorgun til kl. 1:00 aðfaranótt miðvikudags.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.