Búið er að loka Biskupstungnabraut við Þrastarlund vegna umferðarslyss. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir áætlað að lokunin muni standa í langan tíma.
Tilkynning um slysið barst Neyðarlínunni klukkan 19:45 og var mikill viðbúnaður vegna þess og meðal annars var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á vettvang.
Frekari upplýsingar um slysið liggja ekki fyrir að svo stöddu en samkvæmt heimildum sunnlenska.is var um árekstur tveggja bíla að ræða.
UPPFÆRT KL. 21:15: Alls voru sex aðilar í slysinu. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslu til Reykjavíkur en aðrir fluttir með sjúkrabifreiðum á heilbrigðisstofnanir. Vegurinn er ennþá lokaður og verður það fram á kvöld.
Fréttin verður uppfærð