Bitrufangelsi tekið í notkun

Margrét Frímannsdóttir við opnun fangelsisins á Bitru árið 2010. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Fangelsið í Bitru í Flóahreppi var formlega tekið í notkun í dag. Þar eru nú þrettán fangar komnir í afplánun.

Í Bitru verður rými fyrir 16-26 fanga. Um er að ræða svokallað „opið“ fangelsi þar sem vistaðir verða fangar sem treyst er til að vistast í opnu úrræði.

Við val á föngum er stuðst við mat sérfræðinga og fangavarða sem hafa umgengist fangana í afplánun.

Fyrri greinHreinsunarátak í Vík
Næsta greinViðar Örn í Selfoss