Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, bjargaði siglingamanni heilum á húfi af Úlfljótsvatni í dag.
Maðurinn hafði farið út á vatnið á litlum plastbáti með utanborðsmótor. Þegar mótorinn bilaði var báturinn stjórnlaus en töluvert mikið rok var úti á vatninu. Maðurinn var þó ekki í teljandi hættu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt bátaflokki Björgunarfélags Árborgar, lögreglu og sjúkraliði. Maðurinn var hífður um borð í þyrluna sem flutti hann í sjúkrabíl við bakka vatnsins.