Bjargarlaus eftir bílveltu út í skurð

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður, sem velti bíl sínum út í skurð við Bugaveg í Rangárþingi ytra síðastliðinn mánudag, sat fastur í bílnum í um það bil klukkustund, þar til vegfarandi kom til aðstoðar.

Ökumaðurinn slasaðist en gat ekki látið vita af sér þar sem sími hans lenti í vatni og varð óvirkur. Vegfarandinn sem kom til hjálpar ók ökumanninum á Hellu þar sem hann komst undir læknishendur á HSU.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur einnig fram að bílvelta varð á Biskupstungnabraut við Tannastaði í gær. Tvennt var í bílnum og voru þau flutt til aðhlynningar á sjúkrastofnun með minniháttar meiðsli.

Fyrri greinRauði baróninn tekur við Stokkseyri
Næsta greinLöngu tímabært að efna gefin loforð