Sextíu nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í gær, þar af 56 stúdentar. Bjarki Bragason frá Ökrum í Grímsnesi er dúx skólans á haustönn 2016.
Flestir stúdentanna, 35 talsins, luku námi af opinni stúdentsbraut.
Bjarki Bragason, Sigurður Smári Davíðsson frá Skeiðvöllum í Holtum og Sigurður Andri Jóhannesson frá Stóra-Ármóti í Flóahreppi hlutu viðurkenningar frá Hollvarðasamtökum FSu. Bjarki hlaut að auki viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, frönsku, spænsku og íslensku.
Sigurður Smári hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í íslensku og stærðfræði og Sigurður Andri hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði og raunvísindagreinum.
Þóra Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í ensku og einnig viðurkennngu fyrir framlag sitt til félagslífs og sem yfirmentor. Hugrún Hjálmsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í myndlist og Kristinn Sölvi Sigurgeirsson hlaut viðurkenningu fyrir vel unnin störf að félagsmálum.