Frændsystkinin Bjarki Þór Ingigerðar- og Sólmundarson og Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir eru tekin við allri veitinga- og gistiþjónustu í Skálholti.
Þau hafa starfað sem hótelstjórar í stuttan tíma hjá fyrri rekstraraðila sem var Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir en hún var frumkvöðull í því að annast þennan rekstur með samningi við stjórn Skálholts frá síðasta ári
Bjarki og Gunnhildur munu leggja áherslu á einstaka matarupplifun með mest allt hráefni úr næsta nágrenni. Bjarki er þekktur fyrir hönnun á veislumáltíðum og verður lagt mikið uppúr því að fólk njóti góðrar þjónustu á hinum fornhelga stað. Munu þau einnig annast alla veitinga- og gistiþjónustu við námskeið og fyrirlestra, málþing og námskeið, fundi og ekki síst kyrrðardaga og aðra rótgróna dagskrá sem verið hefur í Skálholti um áratugaskeið, auk ýmissa viðburða.
Opið er alla daga og hægt er að panta kvöldverð og veisluþjónustu auk tilboða sem þau hafa sett upp með tilboði í veislumáltíðir um helgar.
Frá þessu er greint á heimasíðu Skálholts