Bjarni ráðinn upplýsingafulltrúi

Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi, hefur verið ráðinn tímabundið í starf upplýsingafulltrúa í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Bjarni var valinn úr hópi 29 umsækjenda. Hann er bóksali og fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður og ritstjóri til fjölda ára. Á vef ráðuneytisins kemur fram að við fréttaskrif hafi Bjarni fjallað sérstaklega um málefni sjávarútvegs- og landbúnaðar.

Fyrri greinPerlan byrjuð að dæla
Næsta greinJóhanna Hjartar: Opnunarhátíð safnahelgar í Hveragerði