,,Þetta lítur afskaplega vel út, þetta er það mesta sem við höfum séð, bæði er ferðaþjónustutíminn að byrja fyrr og svo virðist hann ætla að standa lengur.”
Þetta segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, hótelstjóri hjá Hótel Fljótshlíð, í samtali við Sunnlenska.
Að sögn Arndísar er mikil eftirvænting meðal ferðaþjónustuaðila þetta árið enda lofar byrjun ársins og pantanir mjög góðu fyrir sumarið.
Hótel Fljótshlíð býður nú upp á 80 svefnpláss, af ýmsum gerðum. Hótelið byggir á gömlum grunni en hótelbygging var byggð árið 2006 en allt frá 1986 hefur verið boðið upp á svefnpokapláss auk gistingar í smáhýsum.