Í september voru fjörutíu ár frá því Hjálparsveit skáta í Hveragerði var stofnuð. Haldið verður upp á afmælið á morgun, laugardag kl. 14:00.
Sveitin hefur alla tíð verið mjög öflug í sínu starfi og er þekkt fyrir að sinna mörgum útköllum, ekki síst þegar veður eru válynd á Hellisheiði og ökumenn lenda þar í vandræðum. Þá er ekki síður algengt að sveitin bjargi slösuðu fóki í Reykjadal.
Í tilefni afmælisins bjóða félagar í sveitinni í afmæliskaffi í húsnæði sínu að Austurmörk 9 í Hveragerði. Sem fyrr segir er veislan á laugardag, 17. október og hefst kl. 14.