Í hestavöruversluninni Baldvin og Þorvaldur á Selfossi verður nú boðið upp á að setja örmerki í nýja og notaða hnakka.
Þetta er ný þjónusta sem boðið verður upp á vegna fjölda innbrota í hesthús á Suðurlandi að undanförnu þar sem hnökkum og reiðtygjum hefur verið stolið í miklu magni.
Haldin verður skrá um örmerkingarnar í versluninni. Þar er einnig boðið upp á merkingar á reiðtygjum með höggstöfum eins og áður, gegn vægu verði.