Björgunarfélag Árborgar fékk heldur óhefðbundið verkefni inn á borð til sín í gær eftir að cavalier-hundurinn Bangsi hafði fallið í sprungu í Kárastaðalandi við Þingvallavatn.
Fjallabjörgunarhópur frá björgunarfélaginu hélt á vettvang og leysti verkefnið fljótt og vel. Sigmaður fór niður í sprunguna og náði í hundinn.
Bangsi var frelsinu feginn en honum virðist ekki hafa orðið meint af fallinu, eða dvölinni í sprungunni, en hún var mjög þröng og rúmaði varla meira en einn hund.