Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni fékk í dag ósk um aðstoð við að ná í sauðfé sem var í sjálfheldu í Klambragili í Þingvallasveit.
Erfitt var að koma fyrir tryggingum til að hægt væri að síga að fénu í gilinu en að lokum fundust sprungur sem hægt var að berja fleyga í.
Eftir það gekk verkefnið eins og í sögu og allir fjórir hausarnir komust heilir úr prísundinni, að því er fram kemur í færslu á Facebooksíðu Ingunnar.
