Klukkan 11:24 í morgun bárust Björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni boð um að hross væri fast í skurði við bæ þar í sveit.
Greinilegt var að hrossið hafi verið búið að dvelja í einhvern tíma í skurðinum. Með aðstoð dráttarvélar sem fengin var að láni af næsta bæ, náðu félagar sveitarinnar að koma skepnunni skjótt og örugglega úr skurðinum.
Í tilkynningu frá Ingunni segir að aðstæður hafi verið góðar á vettvangi, stilla en um tíu stiga gaddur.