Fjögur tilboð bárust í dýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin, frá 2019 til 2021. Björgun ehf. átti lægsta tilboðið.
Áætlað er að dýpka þurfi höfnina um 900.000 rúmmetra á árunum 2019 til 2021.
Tilboð Björgunar hljóðaði upp á tæplega 618 milljónir króna sem er 75,6% af áætluðum verktakakostnaði. Vegagerðin gerði ráð fyrir tæpum 818 milljónum króna til verksins.
Næst lægsta tilboðið var frávikstilboð frá Jan De Nul n.v. upp á rúmlega 922,8 milljónir króna. Annað boð Jan De Nul hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna en hæsta tilboðið átti Rohde Nielsen A/S í Danmörku, tæplega 1,4 milljarð króna.