Björgunarhundaeigendur úr björgunarsveitum í Reykjavík aðstoðuðu við leit að björgunarhundi á Hellisheiði nú síðdegis.
Hafði hundurinn, tík sem tók björgunarhundapróf með glæsibrag um helgina, hlaupið frá eiganda sínum.
Tíkin fannst dauð nú undir kvöld en hún hafði hlaupið fram af kletti.