„Það er afmörkuð stefna bæjarráðs að selja eignir, og þá sérstaklega þær eignir sem ekki nýtast við reksturinn,“ segir Eyþór Arnalds vegna umræðu um sölu á Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.
Á fundi bæjarráðs Árborgar nýverið var framkvæmdastjóra sveitarfélagsins falið að vinna drög að kaupsamningi, sem bendir til að sala á húsinu sé nokkuð á veg komin.
Fátt fæst hinsvegar uppúr ráðamönnum um stöðu málsins eða mögulega kaupendur.
„Það hafa verið aðilar áhugasamir en við viljum að kaupandinn sé traustur og passi sem best við starfsemina,“ segir Eyþór.
Sveitarfélagið Árborg greiddi Íslandsbanka 192 milljónir króna fyrir húsið haustið 2010 og hefur varið umtalsverðum fjármunum í frágang þess og umhverfis í kring.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu