Í dag var Björgunarmiðstöðin við Árveg á Selfossi formlega vígð að viðstöddu fjölmenni.
Þar hafa nú Björgunarfélag Árborgar, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar aðstöðu sína.
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri innan velferðarráðuneytisins, sem var staðgengill ráðherra á vígsluhátíðinni sagði að miðstöðin verði öllum sem að koma til hagsbóta.
Það var sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur á Selfossi, sem vígði miðstöðina en hann var jafnframt vígslustjóri hátíðarinnar.
Björgunarmiðstöðin verður til sýnis á Þjóðarhátíðardaginn 17. júní kl. 10-12.