Björgunarsveitarbíll ók aftan á sjúkrabíl

Í liðinni viku fékk lögreglan á Suðurlandi sex tilkynningar um slys á fólki í Rangárvallasýslu. Í einu útkallinu varð árekstur milli björgunarsveitarbíls og sjúkrabíls.

Kona ökklabrotnaði fyrir ofan Skógafoss, önnur kona ökklabrotnaði við Seljalandsfoss og á Kirkjubæ datt kona og fótbrotnaði. Þá féll karlmaður af hestbaki við Stóra Hof og kona fór úr axlalið við fall í brottfararsal Herjólfs í Landeyjarhöfn.

Einnig slasaðist drengur á höfði eftir að hafa fallið aftur fyrir sig í Þórsmörk. Í kjölfar þess varð það óhapp að björgunarsveitarbifreið var ekið aftan á sjúkrabifreið en bæði ökutækin voru á leið til að sinna drengnum í Þórsmörk.

Fyrri greinKviknaði í út frá fikti tveggja níu ára drengja
Næsta greinFjölgun brota veldur lögreglu áhyggjum