Búið er að kalla út björgunarsveitir frá Hveragerði og Þorlákshöfn og eru þær nú að ferja fólk úr bílum sem sitja fastir á Hellisheiði.
Vegagerðin hefur lokað heiðinni við Hveragerði og Rauðavatn. Alls eru að störfum nú 30 björgunarsveitarmenn á níu björgunartækjum frá fimm björgunarsveitum. Sóttir hafa verið sautján einstaklingar úr sjö bifreiðum en bifreiðarnar hafa verið skildar eftir.
Björgunarsveit frá Mosfellsbæ er svo á leið á Sandskeið til aðstoðar ökumönnum en þar er veður afar slæmt.
Einnig er búið að loka Þrengslum en þar er stórhríð og þæfingsfærð. Strætisvagn fór útaf á Þorlákshafnarvegi fyrir skömmu, engir farþegar voru um borð og bílstjórann sakaði ekki.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er einnig flughált á Suðurstrandarvegi og mjög hvasst, er fólki ráðið frá því að aka Suðurstrandaveg nema brýna nauðsyn beri til og á vel búnum bifreiðum.
UPPFÆRT KL. 21:27