
Björgunarsveitir á Selfossi og Eyrarbakka eru ennþá að sinna óveðursútköllum.
Í morgun var gengið frá foktjóni á þaki sem ekki var hægt að sinna í nótt vegna veðurs og einnig hafa björgunarsveitarmenn sagað niður tré sem voru farin að halla.
Ennþá eru ferðamenn í skjóli í fjöldahjálparstöðinni á Borg í Grímsnesi og er verið að aðstoða fólkið sem dvaldi þar í nótt við að komast leiðar sinnar.
Aðgerðarstjórn í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi er enn virk og verður þangað til yfirlýstu óvissustigi lýkur.
Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli og strætóleiðir á Suðurlandi eru byrjaðar að aka skv. áætlun.



