Björgunarsveitir kallaðar til leitar á Vatnajökli

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björg­un­ar­sveit­ir hafa verið kallaðar út vegna ferðamanns, sem er í vanda stadd­ur á Vatna­jökli. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­björg barst til­kynn­ing frá hon­um rétt fyr­ir kl. 19, en maður­inn mun vera með laskaðan búnað á göngu sinni um jök­ul­inn og átti af þeim sök­um í vand­ræðum með að koma sér fyr­ir til næt­urg­ist­ing­ar.

mbl.is greinir frá þessu.

Veður er ekki gott og fer versn­andi. Björgunarsveitir af Suður­landi leita nú að mann­in­um og leggja á suðvest­ur­horn Vatna­jök­uls úr tveim­ur átt­um, en björg­un­ar­sveit­ir hafa ein­ung­is grófa hug­mynd um staðsetn­ingu mannsins.

Auk sveit­anna af Suður­landi og frá Höfn hef­ur verið óskað eft­ir því að snjó­bíl­ar björg­un­ar­sveita úr Reykja­vík verði til taks.

Frétt mbl.is

Fyrri grein87 ára keppandi í verðlaunasæti
Næsta greinMaðurinn fannst heill á húfi