
Björgunarsveitir frá Eyrarbakka, Þorlákshöfn og Grindavík voru kallaðar út á ellefta tímanum í kvöld vegna fastra bíla á Suðurstrandarvegi.
Vegurinn er lokaður vegna fastra bíla í nágrenni Þorlákshafnar. Þá var Þrengslum og Eyrarbakkavegi lokað laust eftir miðnætti vegna snjóa og Hellisheiðinni sömuleiðis, um klukkutíma síðar.
Að sögn Ægis Guðjónssonar, hjá Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka, hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða um tíu bíla sem lentu í vandræðum á Suðurstrandarvegi. Mikið hefur snjóað á svæðinu, það skefur yfir veginn og ekkert skyggni.
UPPFÆRT KL. 2:20: Björgunarsveitirnar eru ennþá úti og hafa meðal annars þurft að aðstoða fasta bíla á Eyrarbakkavegi.
