Rétt fyrir hádegi voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út til aðstoðar tveimur göngumönnum í Reykjadal, ofan Hveragerðis.
Hringdu þeir í Neyðarlínu og sögðust vera orðnir blautir og kaldir og báðu um að vera sóttir.
Leiðindaveður er á svæðinu og mennirnir ekki nægilega vel búnir fyrir slíkar aðstæður.