Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli fengu í dag afhentar veglegar gjafir úr Ástusjóði sem stofnaður var til minningar um Ástu Stefánsdóttur, lögfræðing, sem lést af slysförum í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð í sumar.
Aðstandendur Ástusjóðs gáfu FBSH og Dagrenningu á Hvolsvelli tvo dróna hvorri sveit með von um að vélarnar geti aðstoðað við leit að týndu fólki við erfiðar aðstæður á starfsvæði björgunarsveitanna. Þarna er um að ræða Walkera Tali H500 með GoPro myndavél og DJI Phantom 2 með hitamyndavél.
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Þorsteinn Jónsson tóku við gjöfunum í dag frá aðstandendum sjóðsins. Stjórnir sveitanna eru sannfærðar um að drónarnir muni nýtast við leit að týndu fólki við erfiðar aðstæður og björgun mannslífa.
Ástusjóður var stofnaður þann 25. júlí síðastliðinn en þeir hægt er að kynnast sjóðnum á heimasíðu hans.