Björgvin G. ráðinn sveitarstjóri

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið ráðinn nýr sveitastjóri Ásahrepps.

Þetta staðfesti Egill Sigurðsson oddviti í samtali við Viðskiptablaðið.

Alls sótti 21 umsækjandi um starfið en um 70% starf er að ræða.

Björgvin var Alþingismaður frá 2003-2013. Hann var viðskiptaráðherra frá 2007-2009.

Fyrri greinÓvissustigi aflétt
Næsta greinAlexandra Eir og Hlynur Geir klúbbmeistarar GOS