Björgvin opnar kosningaskrifstofu

Björgvin G Sigurðsson, opnar kosningaskrifstofu sína vegna flokksvals Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, í Tryggvaskála nk. föstudag.

Af því tilefni verður opið hús á kosningaskrifstofunni á milli k. 17 og 19 á föstudag á efri hæðinni í Tryggvaskála.

Þar verða Björgvin og stuðningsmenn hans með starfsstöð fram að flokksvalinu sem fer fram 16.-17. nóvember.

Flokksvalið er opið öllum félögum í Samfylkingunni og þeim sem skrá sig sem stuðningsmenn fyrir 9. nóvember.

Allir velkomnir. Létt stemning og léttar veitingar.

Fyrri greinNý brú gæti farið í útboð í febrúar
Næsta greinSoffía Sigurðar: Alþýðuvit í hagstjórn