„Þessari ósk er hafnað vegna þess að slík framkvæmd er ekki á skipulagi. Nú er verið að vinna aðalskipulag fyrir Bláskógabyggð sem mun klárast 2016.
Í þeirri vinnu verður mörkuð stefna með ýmsa hluti, m.a. vindmyllur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.
Halldór Jónsson á Bergsstöðum sótti um að fá að reisa vindmyllu á lóð Bergsstaða en bærinn er í Eystri-Tungunni, á milli Borgarholts og Drumboddsstaða.
Vindmyllan er 54 m há og ná spaðarnir upp í 80 mí hæstu stöðu og framleiðir hún 600 kW.
„Sveitarstjórn var sammála um að vísa þessu máli til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins,“ sagði Helgi ennfremur.