T-listinn sigraði í kosningunum í Bláskógabygð og heldur sínum fimm hreppsnefndarfulltrúum.
Á kjörskrá í hreppnum voru 677 einstaklingar og kusu 562. Kjörsókn var 83,01%.
T-listinn fékk 340 atkvæði eða 61,82% og tapaði 8% frá kosningunum 2014 en hélt sínum fimm mönnum.
Þ-listinn fékk 147 atkvæði eða 26,73% og tapaði 3,5% frá kosningunum 2014 en er áfram með tvo menn.
N-listi Nýs afls fékk 11,45% atkvæða og vantaði 6 atkvæði til viðbótar til að ná inn manni.
Kjörnir fulltrúar:
- Helgi Kjartansson, T-lista
- Valgerður Sævarsdóttir, T-lista
- Óttar Bragi Þráinsson, Þ-lista
- Kolbeinn Sveinbjörnsson, T-lista
- Guðrún S. Magnúsdóttir, T-lista
- Eyrún M. Stefánsdóttir, Þ-lista
- Róbert Aron Pálmason, T-lista
Næstur inn er Jón Snæbjörnsson, N-lista, sem vantaði 6 atkvæði, eða 9,52%.