Bláskógabyggð hækkar frístundastyrkinn

Börn við Laugarvatn. Ljósmynd/Bláskógabyggð

Samhliða samþykkt fjáhagsáætlunar Bláskógabyggðar fyrir árið 2025 var ákveðið að hækka frístundastyrk til barna í sveitarfélaginu.

Styrkurinn er hækkaður um 5 þúsund krónur og verður 55 þúsund krónur fyrir börn á aldrinum 0-18 ára.

Styrkinn má nýta til að greiða niður kostnað við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf.

Hækkunin tekur gildi 1. janúar n.k. og eru foreldrar- og forráðamenn hvattir til að nýta styrkinn fyrir börn sín.

Fyrri greinVeruleikinn
Næsta grein„Gríðarleg uppbygging og mikil tækifæri“