Blóði safnað á Selfossi

Blóðbankabíllinn verður fyrir framan Ráðhús Árborgar við Austurveg á Selfossi í dag milli kl. 10 og 17.

Heilbrigðiskerfið þarf að lágmarki 70 blóðgjafa á hverjum degi til þess að standa undir þörf fyrir blóð.

Skorað er á alla sem eiga heimangengt og eru heilsuhraustir að gefa blóð. Karlar geta gefið á 3ja mánaða fresti en konur á fjögurra mánaða fresti.

Fyrri greinEftirlitsmyndavélar komnar upp
Næsta greinÁrmann fjallar um óvenjulegt sprengigos